Uppskriftir

Uppáhalds fiskurinn þinn í vinberjasósu

Innihald

600-800g fiskur í bitum ( þinn eftirlætis fiskur..)
2-3 msk. smjör
salt og nýmalaður pipar
1 1/2 bolli græn vínber skorin í tvennt
1/3 bolli þurrt hvítvín
1/2 bolli rjómi
1/2 tsk. tarragon/estragon (þurrt)

Ofninn hitaður í 230 og eldfast fat smurt með smjöri.
Fiskstykkin sett í fatið, þau söltuð og pipruð.

Smjör, hvítvín og vínber sett í pott og látið krauma við háan hita í 3 mínútur til að mýkja vínberin og hellt yfir fiskinn.

Fiskurinn bakaður í 12-15 mínútur.

Rjóminn hitaður í potti ásamt tarragoninu/estragon og soðinn nokkuð niður við lágan til miðlungshita ca. 3-4 mín.
Þegar fiskurinn er tilbúinn er tekið soð úr fatinu og blandað saman við rjómann og hrært vel saman.
Sósublöndunni hellt yfir fiskinn og hann borinn strax fram með vínberjunum ofan á.