Uppskriftir

Grísalund í ofni; með sætum kartöflum og eplum.

Innihald

Tvær frystar grísalundir frá Hollandi, látnar þiðna vel.
1/3 bolli brúnn sykur ( púðursykur )
2 matsk. góð matarolía
1/4 bolli appelsínusafi.
Sætar kartölfu ( sweet poatatos) u.þ.b. 700 gr
2 epli t.d. Fuji ( fást í Bónus)

Hitið ofninn í  200C°. Blandið saman 1/4 bolla af brúnum sykri og einhverju góðu „Pork-seasoning“ kryddi
eða bara salt og pipar. Penslið grísalundina með olíu.
Nuddið sykur/kryddblöndunni vel á lundina. Setjið lundina í eldfast mót ( fóðrað með aluminfilmu)

Skerið sætar kartöflur og epli í hæfilega bita, setjið í skál,
blandið með grísakjötskryddi og appelsínusafa, Hellið í kring um lundirnar í fatinu.

Bakið í 220C°u.þ.b. 25 til 30 min. Takið lundirnar, skerið í þunnar sneiðar.
Hellið soðinu úr fatinu í litla pönnu. Smá skvetta af rjóma, ein tmatskeið af
smur osti. ( mjúkur í öskjum ..) Gerið góða sósu.

Kartöflur og epli sett á disk. Skornar sneiðar af grísalund þar ofan á.
– flott rönd af sósunni yfir.